top of page

Skóladagatal 

Útskýringar á skóladagatali. 

Á hverju vori er gert nýtt skóladagatal fyrir komandi skólaár. Á skóladagatali eru dagar aðgreindir með lit eftir því hvort þeir séu frídagar, skipulagsdagar, öðruvísi dagar og valfrjálsir dagar. 

Gul merktir dagar eru sumarfrísdagar þar sem leikskólinn er lokaður. Sumarfrísdagar eru alls 25 dagar líkt og verið hefur. 

Græn merktir dagar eru skipulagsdagar og þá daga er leikskólinn lokaður fyrir börn en starfsfólk mætir til vinnu. Eru þeir 6 talsins líkt og verið hefur. 

Appelsínugul merktir dagar eru valfrjálsir dagar sem þýðir að skrá þarf börnin sérstaklega þessa daga. Eru þeir 15 talsins. 

Bláir dagar eru öðruvísi dagar þar sem eitthvað sérstakt er á dagskrá. Öðruvísi dagar eru merktir til upplýsingar fyrir foreldra en eru ekki bindandi. 

Reitir sem eru merktir í sama lit og helgar eru frídagar samkvæmt íslensku frídagatali. 

Merktir dagar aðrir en bláir dagar eru bindandi eftir að skólanefnd sveitarfélagsins hefur samþykkt skóladagatalið.  

Leikskóladagar eru breytilegir milli skólaára, skapast það einkum vegna þess að það er misjafnt hvernig almennir frídagar lenda innan vikunar. Leikskóladagar skólaárið 2024 - 2025 eru samtals 216 talsins. Þar af eru 15 valfrjálsir dagar.


Skóladagatal er aðgengilegt á heimasíðu skólans og heimasíðu sveitarfélagsins.

...

bottom of page