top of page

Foreldrafélagið Leiksteinn 

Foreldrafélagið Leiksteinn starfar einnig sem foreldraráð leikskólans. 

Nánar um félagið

Foreldrafélag leikskólans heitir Leiksteinn og starfar bæði sem foreldrafélag og foreldraráð leikskólans. Stjórn félagsins samanstendur af formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum.

Foreldrafélagið heldur aðalfund að hausti. Foreldrafélagið og leikskólinn standa saman að fyrirlestrum og kynningarefni sem nýtist foreldrum, börnum og starfsfólki. Stjórn foreldrafélagsins gegnir líka hlutverki foreldraráðs og fær það til umsagnar m.a. skóladagatal skólans og starfsáætlun. Stjórn foreldrafélagsins skiptir með sér hlutverki áheyrnarfulltrúa á skólanefndarfundum.

 

Stjórn Leiksteins 

Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir, formaður (kosin 2024 til tveggja ára)

Hróðný Jónsdóttir, gjaldkeri (kosin 2023 til tveggja ára)

Kristín Eva Einarsdóttir, (kosin 2023 til tveggja ára)

Marta Stefánsdóttir, kosinn 2024 til tveggja ára)

Melissa Boehme, (kosin 2023 til tveggja ára)

Starfsáætlun 2024 - 2025

Október

· Fundur með leikskólastjóra

· Aðalfundur Leiksteins- kosning nýrrar stjórnar

 

Nóvember

· Stjórnarfundur-skipað í stöður

· Starfsáætlun mótuð

Desember

· Jólakósý á leikskólalóðinni

· Innkaup fyrir litlu jólin. Góðgæti í poka jólasveinsins.

Febrúar

· Fundur með leikskólastjóra

· Senda út greiðsluseðil fyrir félagsgjöldum

· Beiðni um styrk til sveitafélagsins

· Fundur stjórnar (öskudagur og drög að vorhátíð)

· Innkaup fyrir öskudagsskemmtun. Kaupa í köttinn

 

Mars

· Fundur með leikskólastjóra

Apríl

· Fundur stjórnar

· Vorhátíð skipulögð

Maí

· Guggusund. Sundnámskeið utan leikskólatíma í fylgd foreldra. Fyrir aldurshópa 3-5 ára. Foreldrafélagið sér um utanumhald en námskeiðsgjald sjá foreldrar/forráðamenn um.

Júní

· Vorhátíð

· Útskriftargjafir

bottom of page